Kýldi 65 ára mann ítrekað í andlitið við handtöku og ákærður fyrir líkamsárás Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:06 Vegfarandi reyndi að stöðva lögregluþjóninn þegar hann sat á hinum 65 ára gamla Monroque og sló hann ítrekað í andlitið. Lögregluþjónn var í vikunni ákærður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir líkamsárás, eftir að hann sló 65 ára gamlan svartan mann ítrekað í andlitið við handtöku. Þá setti lögregluþjónninn hné sitt á andlit mannsins, þegar búið var að handjárna hann. Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05
Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32
Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33