Cecilía hefur haldið íslenska markinu hreinu í meira en sex klukkutíma samfellt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Cecilia Rán Rúnarsdóttir sést hér búin að grípa vel inn í eftir fyrirgjöf Nýja-Sjálands í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Það boðar gott fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að vera með númer þrettán í markinu. Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira