Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 10:29 Chris Burkard og Haraldur Diego. Myndin var tekin í einum af þeirra ævintýrum. Chris Burkard Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. Eins og komið hefur fram hér á Vísi hafði Chris farið í mörg ævintýri með Haraldi í heimsóknum sínum til Íslands. Nú ætlar hann að selja einstakar landslagsljósmyndir úr þeim ferðum og safna þannig fyrir aðstandendum Haraldar. Verðbilið fer algjörlega eftir því hvort fólk kaupir lítið eftirprent eða innrammað stórt verk. Verðbilið er frá 25 dollurum upp í mörg þúsund dollara. Myndaþátturinn sem er til sölu er nú inni á vefsíðu ljósmyndarans undir heitinu Volcano Pilot. Ljósmynd af Haraldi eftir Chris Burkard úr einu af þeirra ævintýrum.Chris Burkard Burkard sagði í samtali við fréttastofu í kjölfar slyssins að Haraldur hefði verið einn nánasti vinur hans. Þeir hefðu flogið saman í næstum því áratug. Burkard hefur ferðast vítt og breitt um Ísland, oft í háloftunum með Haraldi og sömuleiðis á hjóli sínu. Hann þveraði sem dæmi Ísland á sex dögum á hjóli í fyrra. „Hann var alltaf þarna, við endann á langri hjólaferð eða að upplifa með mér í öðrum ferðum,“ sagði Burkard. Chris Burkard safnar fyrir fjölskyldu Haraldar.Vísir/Vilhelm Haraldur hefði verið einstakur vinur sem hafi lagt sig fram við að deila fegurð með öðru fólki. Hann hafi í raun breytt lífi hans og verið honum fyrirmynd. „Ég ólst ekki upp með föður og hef alltaf sótt í aðra eftir fyrirmynd,“ sagði Burkard. Haraldur hafi alltaf sett aðra í fyrsta sætið. Haraldur hafi opnað heimili sitt fyrir Burkard, boðið honum gistingu - ókunnugum manni. Hann hafi snert hjörtu svo margra sem sótt hafi í fegurð Íslands og viðbrögðin við slysinu hafi verið mikil í öllum heimshornum. „Hann snerti líf svo margra,“ sagði Burkard. Myndirnar sem Chris er að selja vegna söfnunarinnar má skoða HÉR. Flugslys við Þingvallavatn Ljósmyndun Tengdar fréttir „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Eins og komið hefur fram hér á Vísi hafði Chris farið í mörg ævintýri með Haraldi í heimsóknum sínum til Íslands. Nú ætlar hann að selja einstakar landslagsljósmyndir úr þeim ferðum og safna þannig fyrir aðstandendum Haraldar. Verðbilið fer algjörlega eftir því hvort fólk kaupir lítið eftirprent eða innrammað stórt verk. Verðbilið er frá 25 dollurum upp í mörg þúsund dollara. Myndaþátturinn sem er til sölu er nú inni á vefsíðu ljósmyndarans undir heitinu Volcano Pilot. Ljósmynd af Haraldi eftir Chris Burkard úr einu af þeirra ævintýrum.Chris Burkard Burkard sagði í samtali við fréttastofu í kjölfar slyssins að Haraldur hefði verið einn nánasti vinur hans. Þeir hefðu flogið saman í næstum því áratug. Burkard hefur ferðast vítt og breitt um Ísland, oft í háloftunum með Haraldi og sömuleiðis á hjóli sínu. Hann þveraði sem dæmi Ísland á sex dögum á hjóli í fyrra. „Hann var alltaf þarna, við endann á langri hjólaferð eða að upplifa með mér í öðrum ferðum,“ sagði Burkard. Chris Burkard safnar fyrir fjölskyldu Haraldar.Vísir/Vilhelm Haraldur hefði verið einstakur vinur sem hafi lagt sig fram við að deila fegurð með öðru fólki. Hann hafi í raun breytt lífi hans og verið honum fyrirmynd. „Ég ólst ekki upp með föður og hef alltaf sótt í aðra eftir fyrirmynd,“ sagði Burkard. Haraldur hafi alltaf sett aðra í fyrsta sætið. Haraldur hafi opnað heimili sitt fyrir Burkard, boðið honum gistingu - ókunnugum manni. Hann hafi snert hjörtu svo margra sem sótt hafi í fegurð Íslands og viðbrögðin við slysinu hafi verið mikil í öllum heimshornum. „Hann snerti líf svo margra,“ sagði Burkard. Myndirnar sem Chris er að selja vegna söfnunarinnar má skoða HÉR.
Flugslys við Þingvallavatn Ljósmyndun Tengdar fréttir „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01
Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31