Karólína framlengir við Bayern til 2025: „Mjög glöð og stolt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 15:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á sínu öðru tímabili hjá Bayern München. bayern münchen Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern München til 2025. Karólína gekk í raðir Bayern frá Breiðabliki í ársbyrjun 2021. Hún varð þýskur meistari með Bæjurum á síðasta tímabili. „Ég er mjög glöð og stolt af því að framlengja samninginn minn við Bayern München. Ég hlakka til að þroskast enn frekar hér. Ég hef þegar lært mikið síðasta árið í München. Ég hef orðið sterkari og betri, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Karólína við undirritun samningsins. 2 0 2 5 ! HERE TO STAY! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hat ihren Vertrag vorzeitig verlängert: https://t.co/lq6GoXTCD8 #MiaSanMia #FCBayern @karolinalea39 pic.twitter.com/pJefcnPb6i— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 10, 2022 Bianca Rech, íþróttastjóri Bayern, kvaðst ánægð með að hafa Karólína áfram í herbúðum Bæjara. „Það er frábært að sjá hvernig Karólína hefur þroskast undanfarna mánuði. Hún er frábær karakter og við hlökkum til að styðja hana áfram næstu árin. Karólína fær okkur mikla gleði,“ sagði Rech. Karólína, sem er tvítug, hefur leikið sautján leiki fyrir Bayern og skorað tvö mörk. Annað þeirra kom í fyrsta leik hennar fyrir Bayern, í 1-6 sigri á BIIK Kazygurt frá Kasakstan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á laugardaginn. Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Karólína gekk í raðir Bayern frá Breiðabliki í ársbyrjun 2021. Hún varð þýskur meistari með Bæjurum á síðasta tímabili. „Ég er mjög glöð og stolt af því að framlengja samninginn minn við Bayern München. Ég hlakka til að þroskast enn frekar hér. Ég hef þegar lært mikið síðasta árið í München. Ég hef orðið sterkari og betri, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Karólína við undirritun samningsins. 2 0 2 5 ! HERE TO STAY! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hat ihren Vertrag vorzeitig verlängert: https://t.co/lq6GoXTCD8 #MiaSanMia #FCBayern @karolinalea39 pic.twitter.com/pJefcnPb6i— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 10, 2022 Bianca Rech, íþróttastjóri Bayern, kvaðst ánægð með að hafa Karólína áfram í herbúðum Bæjara. „Það er frábært að sjá hvernig Karólína hefur þroskast undanfarna mánuði. Hún er frábær karakter og við hlökkum til að styðja hana áfram næstu árin. Karólína fær okkur mikla gleði,“ sagði Rech. Karólína, sem er tvítug, hefur leikið sautján leiki fyrir Bayern og skorað tvö mörk. Annað þeirra kom í fyrsta leik hennar fyrir Bayern, í 1-6 sigri á BIIK Kazygurt frá Kasakstan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á laugardaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira