Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 17:01 Pétur Helgason er viðmælandi í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ Pétur segir að þegar þau fundu fyrst fyrir æxlinu í ágúst hafi það verið á stærð við tyggjókúlu. Stuttu síðar var það á stærð við golfkúlu. Hjónin fluttu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur sama ár og Brynhildur greindist. „Hún fór mjög fljótlega, í september eða október, í lyfjagjöfina til að reyna að bremsa vöxtinn. Til að vonandi hafa einhver áhrif á þetta. Það sást sem betur fer minnkun eftir þrjár eða fjórar umferðir og svo þá vildu þeir gera tvær til viðbótar og síðan fer hún í aðgerðina í janúar 2019.“ Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag, er meðal annars rætt við Pétur en hann þekkir krabbamein vel sem aðstandandi. Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar og er viðeigandi að við setjum út fyrsta þátt þriðju þáttaraðar hlaðvarpsins í dag. Þögla stereótýpan Pétur viðurkennir að hafa ekki verið duglegur að koma sér í samband við Kraft til að byrja með þrátt fyrir að þekkja til samtakanna. „Ég fattaði kannski ekki heldur að ég þurfti það.“ Eiginkona Péturs stakk svo upp á því að hann talaði við einhvern um það sem þau voru að ganga í gegnum. Hann sér í dag hversu mikilvægt það er að hlúa líka að andlegu heilsunni, einnig fyrir aðstandendur. Þetta gerði hann sjálfur með aðstoð frá Krafti. „Ég er ekkert þessi blátt áfram týpa að tala, eða ég var það ekki, ég er nú búinn að læra ýmislegt núna á þessum tíma. Að tala um tilfinningar, maður var kannski óþægilega stereótýpan af karlmanni. Maður bara heldur áfram og segir ekkert.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við tvær kröftugar konur. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Hún er gift og þriggja barna móðir og segir frá sinni reynslu. Einnig er rætt við Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins fimmtán ára gömul. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Hvernig getur Kraftur hjálpað þér? Hnútur og spenna í líkamanum Pétur viðurkennir að hann hafi ekki verið mikið inn í þriðju vaktinni svokölluðu á heimilinu áður en Brynhildur veiktist. Það hafi því margt breyst á stuttum tíma. „Ég ákvað að nýta mér sálfræðiþjónustuna hjá Krafti,“ segir Pétur um ástæðu þess að hann leitaði til stuðningsfélagsins sem aðstandandi. „Ég mætti í fyrsta tímann og hugsaði, ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna og af hverju ég er hérna. Það er ekkert að mér. Ég er með fjóra krakka sem ég er að reyna einhvern veginn að koma í skólann, að reyna að vinna og svo er ég einhvern veginn að reyna að púsla hinu og þessu. Bara lífið.“ Pétur hvetur aðstandendur til að leita aðstoðar og ræða við einhvern um eigin líðan.Vísir/Vilhelm Eftir tímann fékk Pétur stuðningsaðila frá Krafti. Þegar hann byrjaði að ræða við þessa aðila og svara þeirra spurningum áttaði hann sig meira á líðaninni. „Þessi hnútur í maganum, þessi spenna í líkamanum, það er kannski reiði.“ Pétur segir að öllum, sjúklingum og aðstandendum, sé mætt með fullum skilningi hjá Krafti. „Ég auðvitað beit á jaxlinn allt of lengi og fór gjörsamlega í gegnum þennan andlega vegg og bara hrundi sjálfur og vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig í sokka einn daginn. Ég var gjörsamlega útbrenndur í hausnum.“ Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Pétur Helgason, Huldu Hjálmarsdóttur og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31 Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Pétur segir að þegar þau fundu fyrst fyrir æxlinu í ágúst hafi það verið á stærð við tyggjókúlu. Stuttu síðar var það á stærð við golfkúlu. Hjónin fluttu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur sama ár og Brynhildur greindist. „Hún fór mjög fljótlega, í september eða október, í lyfjagjöfina til að reyna að bremsa vöxtinn. Til að vonandi hafa einhver áhrif á þetta. Það sást sem betur fer minnkun eftir þrjár eða fjórar umferðir og svo þá vildu þeir gera tvær til viðbótar og síðan fer hún í aðgerðina í janúar 2019.“ Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag, er meðal annars rætt við Pétur en hann þekkir krabbamein vel sem aðstandandi. Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar og er viðeigandi að við setjum út fyrsta þátt þriðju þáttaraðar hlaðvarpsins í dag. Þögla stereótýpan Pétur viðurkennir að hafa ekki verið duglegur að koma sér í samband við Kraft til að byrja með þrátt fyrir að þekkja til samtakanna. „Ég fattaði kannski ekki heldur að ég þurfti það.“ Eiginkona Péturs stakk svo upp á því að hann talaði við einhvern um það sem þau voru að ganga í gegnum. Hann sér í dag hversu mikilvægt það er að hlúa líka að andlegu heilsunni, einnig fyrir aðstandendur. Þetta gerði hann sjálfur með aðstoð frá Krafti. „Ég er ekkert þessi blátt áfram týpa að tala, eða ég var það ekki, ég er nú búinn að læra ýmislegt núna á þessum tíma. Að tala um tilfinningar, maður var kannski óþægilega stereótýpan af karlmanni. Maður bara heldur áfram og segir ekkert.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við tvær kröftugar konur. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Hún er gift og þriggja barna móðir og segir frá sinni reynslu. Einnig er rætt við Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins fimmtán ára gömul. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Hvernig getur Kraftur hjálpað þér? Hnútur og spenna í líkamanum Pétur viðurkennir að hann hafi ekki verið mikið inn í þriðju vaktinni svokölluðu á heimilinu áður en Brynhildur veiktist. Það hafi því margt breyst á stuttum tíma. „Ég ákvað að nýta mér sálfræðiþjónustuna hjá Krafti,“ segir Pétur um ástæðu þess að hann leitaði til stuðningsfélagsins sem aðstandandi. „Ég mætti í fyrsta tímann og hugsaði, ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna og af hverju ég er hérna. Það er ekkert að mér. Ég er með fjóra krakka sem ég er að reyna einhvern veginn að koma í skólann, að reyna að vinna og svo er ég einhvern veginn að reyna að púsla hinu og þessu. Bara lífið.“ Pétur hvetur aðstandendur til að leita aðstoðar og ræða við einhvern um eigin líðan.Vísir/Vilhelm Eftir tímann fékk Pétur stuðningsaðila frá Krafti. Þegar hann byrjaði að ræða við þessa aðila og svara þeirra spurningum áttaði hann sig meira á líðaninni. „Þessi hnútur í maganum, þessi spenna í líkamanum, það er kannski reiði.“ Pétur segir að öllum, sjúklingum og aðstandendum, sé mætt með fullum skilningi hjá Krafti. „Ég auðvitað beit á jaxlinn allt of lengi og fór gjörsamlega í gegnum þennan andlega vegg og bara hrundi sjálfur og vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig í sokka einn daginn. Ég var gjörsamlega útbrenndur í hausnum.“ Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Pétur Helgason, Huldu Hjálmarsdóttur og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31 Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38
Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31
Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01
„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00