Salah og Mané mætast í úrslitum eftir annan vítaspyrnusigur Egypta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 21:50 Mohamed Salah mætir liðsfélaga sínum hjá Liverpool í úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á sunnudaginn. Visionhaus/Getty Images Egyptar eru komnir í úrslit Afríkumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn heimamönnum í Kamerún í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn