Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 14:25 Starfsmaðurinn starfaði sem verkefnastjóri hjá Isavia ANS. Vísir/Vilhelm Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs. Alþýðusamband Íslands fór með mál Þorgríms Baldurssonar. ASÍ segir úrskurðinn vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í vissum skilningi sé um að ræða grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum sem sýni að óheimilt sé að segja upp fólki sökum aldurs. „Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir í yfirlýsingu frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Taldi að ákvörðunin hafi verið dregin til baka Í ráðningarsamningi Þorgríms var tekið fram að starfslok hans miðuðust við 70 ára aldur eða reglur Isavia á hverjum tíma. Hinn 28. maí 2020 var honum tjáð að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að starfslokaaldur hans yrði 67 ár í stað 70 ára í samræmi við nýsamþykktar reglur. Hann hafði þá náð 67 ára aldri í febrúar 2020. Í kjölfarið óskaði Þorgrímur eftir því að fá að sinna starfinu áfram en var tjáð að hann gæti unnið fram að næstu áramótum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að honum hafi ekki borist skriflegt uppsagnarbréf og því dregið þá ályktun að horfið hafi verið frá fyrirætlunum um að segja honum upp. Þegar hann mætti til vinnu 11. janúar 2021 gat hann ekki stimplað sig inn og fékk í framhaldinu staðfest að hann væri ekki lengur með starf hjá Isavia ANS. Um að ræða almenna aðgerð Isavia ANS segir um að ræða ákvörðun sem hafi verið tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Sérstakar aðstæður hafi verið í þjóðfélaginu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19 og félagið staðið frammi fyrir hópuppsögnum starfsmanna og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Ákvörðun um styttingu starfsaldurs hafi verið almenn aðgerð til að fækka í starfsmannahópnum sem tók til allra starfsmanna félagsins og þannig hafi verið gætt jafnræðis. Breyting á starfslokaaldri hafi tekið til 28 starfsmanna og á sama tíma hafi 267 öðrum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þar af hafi Isavia ANS frá maí 2020 sagt upp sex starfsmönnum vegna minnkandi flugumferðar en átta starfsmenn látið af störfum hjá kærða sökum aldurs á grundvelli nýju starfsaldursreglnanna. Vísaði frá kröfum um að uppsögnin yrði afturkölluð „Í málinu liggur fyrir að ákvörðun kærða um að færa starfslokaaldur niður úr 70 árum í 67 ár hafði bein áhrif á stöðu kæranda sem var orðinn 67 ára þegar ákvörðunin var tekin og var ástæða þess að hann lét af störfum hjá kærða. Með vísan til þessa verður fallist á að kærandi hafi leitt líkur að því að mismunun á grundvelli aldurs hafi átt sér stað við starfslok hans hjá kærða [samanber lög um jafna meðferð á vinnumarkaði],“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin vísaði frá kröfum Þorgríms um að uppsögnin yrði afturkölluð eða Isavia ANS gert að greiða kæranda skaðabætur og miskabætur þar sem ekki væri að finna heimildir í lögum til að verða við slíkum kröfum. Þá taldi nefndin ekki tilefni til að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til Isavia ANS. Fallist var á kröfu Þorgríms um að félaginu yrði gert að greiða honum 150 þúsund krónur vegna málskostnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Isavia. Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands fór með mál Þorgríms Baldurssonar. ASÍ segir úrskurðinn vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í vissum skilningi sé um að ræða grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum sem sýni að óheimilt sé að segja upp fólki sökum aldurs. „Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir í yfirlýsingu frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Taldi að ákvörðunin hafi verið dregin til baka Í ráðningarsamningi Þorgríms var tekið fram að starfslok hans miðuðust við 70 ára aldur eða reglur Isavia á hverjum tíma. Hinn 28. maí 2020 var honum tjáð að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að starfslokaaldur hans yrði 67 ár í stað 70 ára í samræmi við nýsamþykktar reglur. Hann hafði þá náð 67 ára aldri í febrúar 2020. Í kjölfarið óskaði Þorgrímur eftir því að fá að sinna starfinu áfram en var tjáð að hann gæti unnið fram að næstu áramótum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að honum hafi ekki borist skriflegt uppsagnarbréf og því dregið þá ályktun að horfið hafi verið frá fyrirætlunum um að segja honum upp. Þegar hann mætti til vinnu 11. janúar 2021 gat hann ekki stimplað sig inn og fékk í framhaldinu staðfest að hann væri ekki lengur með starf hjá Isavia ANS. Um að ræða almenna aðgerð Isavia ANS segir um að ræða ákvörðun sem hafi verið tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Sérstakar aðstæður hafi verið í þjóðfélaginu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19 og félagið staðið frammi fyrir hópuppsögnum starfsmanna og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Ákvörðun um styttingu starfsaldurs hafi verið almenn aðgerð til að fækka í starfsmannahópnum sem tók til allra starfsmanna félagsins og þannig hafi verið gætt jafnræðis. Breyting á starfslokaaldri hafi tekið til 28 starfsmanna og á sama tíma hafi 267 öðrum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þar af hafi Isavia ANS frá maí 2020 sagt upp sex starfsmönnum vegna minnkandi flugumferðar en átta starfsmenn látið af störfum hjá kærða sökum aldurs á grundvelli nýju starfsaldursreglnanna. Vísaði frá kröfum um að uppsögnin yrði afturkölluð „Í málinu liggur fyrir að ákvörðun kærða um að færa starfslokaaldur niður úr 70 árum í 67 ár hafði bein áhrif á stöðu kæranda sem var orðinn 67 ára þegar ákvörðunin var tekin og var ástæða þess að hann lét af störfum hjá kærða. Með vísan til þessa verður fallist á að kærandi hafi leitt líkur að því að mismunun á grundvelli aldurs hafi átt sér stað við starfslok hans hjá kærða [samanber lög um jafna meðferð á vinnumarkaði],“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin vísaði frá kröfum Þorgríms um að uppsögnin yrði afturkölluð eða Isavia ANS gert að greiða kæranda skaðabætur og miskabætur þar sem ekki væri að finna heimildir í lögum til að verða við slíkum kröfum. Þá taldi nefndin ekki tilefni til að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til Isavia ANS. Fallist var á kröfu Þorgríms um að félaginu yrði gert að greiða honum 150 þúsund krónur vegna málskostnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Isavia.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent