Ronaldo um Haaland: Verður sá besti í heimi en er það ekki í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 13:00 Erling Haaland á framtíðina fyrir sér í boltanum enda ennþá bara 21 árs gamall. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Brasilíska goðsögnin Ronaldo hefur trú á því að hinn norski Erling Braut Haaland verði besti framherji heims en segir að hann sé ekki þar ennþá. Ronaldo var óumdeilanlega sjálfur besti framherji heims þegar hann upp á sitt besta og um tíma markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins frá upphafi. Ronaldo on who is the best striker in the world: "Benzema. No doubt about it. Lewandowski after him. Haaland will become the no.1 but the other two are better than him at the moment." pic.twitter.com/1wusoAZu5k— Football Tweet (@Football__Tweet) February 1, 2022 „Akkúrat núna er Karim Benzema án efa besti framherji heims. Á eftir honum er síðan Robert Lewandowski. Haaland verður númer eitt en eins og er þá eru tveir betri en hann,“ sagði Ronaldo í viðtali við Christian Vieri á Twitch-stöðinni Bobo TV. Marca segir frá. Ronaldo segir að stóri gallinn hjá Haaland sé að hann er ekki með sömu tækni og hinir tveir. Ronaldo var magnaður leikmaður á sínum tíma þar sem hann spilaði með liðum eins og Barcelona, Internazionale Milan, Real Madrid og AC Milan. Þegar Barcelona seldi hann til Internazionale varð hann dýrasti leikmaður heims. Cuando Ronaldo habla de fútbol, hay que escucharle. Un grande de antes hablando de los grandes de ahora https://t.co/FRBJ6ecvrm— MARCA (@marca) February 1, 2022 Ronaldo fékk Gullhnöttinn þegar hann var bara 21 árs en enginn yngri hefur fengið þau virtu verðlaun. Hann hafði skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félagslið og landslið þegar hann var 23 ára. Slæm hnémeiðsli tóku nánast þrjú ár af ferli hans en hann kórónaði endurkomu sína eftir þau með því að verða markakóngur og heimsmeistari með Brasilíu á HM 2022. Erling Braut Haaland er 21 árs gamall eins og þegar Ronaldo var orðinn sá besti í heimi. Hann er enn leikmaður Borussia Dortmund þar sem hann hefur skorað 80 mörk í 79 leikjum í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Real Madrid hefur verið orðað við leikmanninn og mikið skrifað um að hann verði keyptur næsta sumar. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Ronaldo var óumdeilanlega sjálfur besti framherji heims þegar hann upp á sitt besta og um tíma markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins frá upphafi. Ronaldo on who is the best striker in the world: "Benzema. No doubt about it. Lewandowski after him. Haaland will become the no.1 but the other two are better than him at the moment." pic.twitter.com/1wusoAZu5k— Football Tweet (@Football__Tweet) February 1, 2022 „Akkúrat núna er Karim Benzema án efa besti framherji heims. Á eftir honum er síðan Robert Lewandowski. Haaland verður númer eitt en eins og er þá eru tveir betri en hann,“ sagði Ronaldo í viðtali við Christian Vieri á Twitch-stöðinni Bobo TV. Marca segir frá. Ronaldo segir að stóri gallinn hjá Haaland sé að hann er ekki með sömu tækni og hinir tveir. Ronaldo var magnaður leikmaður á sínum tíma þar sem hann spilaði með liðum eins og Barcelona, Internazionale Milan, Real Madrid og AC Milan. Þegar Barcelona seldi hann til Internazionale varð hann dýrasti leikmaður heims. Cuando Ronaldo habla de fútbol, hay que escucharle. Un grande de antes hablando de los grandes de ahora https://t.co/FRBJ6ecvrm— MARCA (@marca) February 1, 2022 Ronaldo fékk Gullhnöttinn þegar hann var bara 21 árs en enginn yngri hefur fengið þau virtu verðlaun. Hann hafði skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félagslið og landslið þegar hann var 23 ára. Slæm hnémeiðsli tóku nánast þrjú ár af ferli hans en hann kórónaði endurkomu sína eftir þau með því að verða markakóngur og heimsmeistari með Brasilíu á HM 2022. Erling Braut Haaland er 21 árs gamall eins og þegar Ronaldo var orðinn sá besti í heimi. Hann er enn leikmaður Borussia Dortmund þar sem hann hefur skorað 80 mörk í 79 leikjum í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Real Madrid hefur verið orðað við leikmanninn og mikið skrifað um að hann verði keyptur næsta sumar.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti