Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2022 23:00 Pita kom til Íslands og tók þátt í skíðagöngu á Ísafirði fyrir Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Hann segir að aftakaveður hafi verið en vill ólmur koma aftur til Íslands. Pita Taufatofua Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd. Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“ Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“
Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira