Bubbi um svörtu gleraugun hjá Hemma Gunn: „Ég var bara út úr stónd“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 20:40 Bubbi með svört sólgleraugu, þó alls ekki „stónd“. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst muna eftir nánast öllum þeim skiptum sem hann kom fram í þáttum Hemma Gunn. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00