„Hann er einn besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:01 Harry Kane segir að Tottenham verði að notfæra sér það að Antonio Conte sé tekinn við liðinu til að koma s´r aftur meðal bestu liða á Englandi. Ryan Pierse/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu. Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum. Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira