Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 17. janúar 2022 08:28 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á dögunum samning við Veiðifélag Laxdæla um leigu á Laxá í Dölum til næstu 10 ára. Hreggnasi kom að leigu Laxár í fyrsta skiptið árið 2014 og var strax hafist handa við alls kyns aðgerðir til að betrumbæta og hlúa að lífríki Laxár. Mjög hófsamur kvóti, skyldusleppingar á stórlaxi, lagfæringar á veiðistöðum og fiskvegagerð svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdir við endurbætur og stækkun á veiðihúsinu við Þrándargil eru þegar hafnar. Öll aðstaða og aðbúnaður veiðimanna mun taka miklum breytingum til batnaðar næstu tvö árin. Laxá í Dölum er með algjöfulustu ám landsins og er nær í sérflokki hvað varðar veiði per stöng og hlutfall stórlaxa í veiði. Mjög stórir árgangar seiða síðustu árin gefa fulla ástæðu til bjartsýni og ekki er ólíklegt að Laxá muni gera enn betur. En með opnun Laxastiga í Sólheimafossi opnast mikið búsvæði. Nær einsdæmi er að svo langur samningar sé gerður um veiðirétt á Íslandi, en Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á síðasta ári samskonar samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Er það til marks um gott samstarf landeigenda og leigutaka. Stangveiði Mest lesið Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði 7 laxar á land við opnun Norðurár Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði 93 sm lax veiddist í Elliðaánum Veiði
Hreggnasi kom að leigu Laxár í fyrsta skiptið árið 2014 og var strax hafist handa við alls kyns aðgerðir til að betrumbæta og hlúa að lífríki Laxár. Mjög hófsamur kvóti, skyldusleppingar á stórlaxi, lagfæringar á veiðistöðum og fiskvegagerð svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdir við endurbætur og stækkun á veiðihúsinu við Þrándargil eru þegar hafnar. Öll aðstaða og aðbúnaður veiðimanna mun taka miklum breytingum til batnaðar næstu tvö árin. Laxá í Dölum er með algjöfulustu ám landsins og er nær í sérflokki hvað varðar veiði per stöng og hlutfall stórlaxa í veiði. Mjög stórir árgangar seiða síðustu árin gefa fulla ástæðu til bjartsýni og ekki er ólíklegt að Laxá muni gera enn betur. En með opnun Laxastiga í Sólheimafossi opnast mikið búsvæði. Nær einsdæmi er að svo langur samningar sé gerður um veiðirétt á Íslandi, en Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á síðasta ári samskonar samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Er það til marks um gott samstarf landeigenda og leigutaka.
Stangveiði Mest lesið Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði 7 laxar á land við opnun Norðurár Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði 93 sm lax veiddist í Elliðaánum Veiði