Cristiano Ronaldo um Rangnick: Búinn að breyta miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Cristiano Ronaldo á ferðinni með boltann í leik Manchester United í vetur. Ronaldo hefur skorað fjórtán mörk á leiktíðinni. Getty/Gareth Copley Cristiano Ronaldo segist hafa mikla trú á knattspyrnustjóranum Ralf Rangnick þrátt fyrir basl í byrjun. Hann er á því að Rangnick þurfi tíma til að breyta hlutunum á Old Trafford. Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira