„Vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2022 13:30 Tryggvi Snær Hlinason er kandídat í að eiga fyrstu troðsluna í nýrri þjóðarhöll sem formaður KKÍ gerir sér vonir um að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. Vísir/Bára „Sú áætlun sem að ríkisstjórnin er með núna, og ráðherra íþróttamála hefur lagt fram, er þannig að bæði FIBA og við hjá KKÍ treystum því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes. Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum