„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 9. janúar 2022 21:09 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. „Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
„Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira