„Þau mega segja það sem þau vilja“ Atli Arason skrifar 7. janúar 2022 22:35 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson var ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld þrátt fyrir að hann væri með verki í ökklanum. „Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
„Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira