„Þau mega segja það sem þau vilja“ Atli Arason skrifar 7. janúar 2022 22:35 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson var ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld þrátt fyrir að hann væri með verki í ökklanum. „Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Sjá meira
„Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Sjá meira