Milos sagður „andlit egóismans“ og byrja í mikilli brekku Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 14:01 Milos Milojevic er mættur í brúna hjá besta liði Malmö, með tilheyrandi pressu. Malmö FF Ráðning meistaraliðs Malmö á Milos Milojevic virðist koma sænskum fjölmiðlamönnum mjög á óvart. Einn þeirra segir hann „andlit egóismans“. Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman. Sænski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman.
Sænski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira