Segir að Barcelona geti náð Haaland í sumar þrátt fyrir miklar skuldir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 17:30 Erling Braut Haaland er enn bara 21 árs gamall og á því mörg frábær ár eftir á ferli sínum. EPA-EFE/Stian Lysberg Óhætt er að segja að tvennum sögum fari af Barcelona þessa dagana. Spænska félagið er stórskuldugt og í miklum vandræðum innan sem utan vallar en engu að síður er félagið með í baráttunni um einn feitasta bitann á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira