Bjarki: Mínir leikmenn að eflast með hverjum leiknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 21:55 Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórsara. var eðlilega ánægður með fyrsta sigur liðsins á tímabilinu. Vísir/Bára Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var virkilega ánægður með fyrsta sigur síns liðs í Subway deildinni á þessu tímabili en liðið hafði tapað öllum 10 leikjum sínum hingað til. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur en Þórsarar voru fljótir að ná þeim og var leikurinn hnífjafn allan tímann og fór svo að Þórsarar höfðu að lokum tveggja stiga sigur eftir dramatískar lokamínútur. Bjarki á afmæli í dag og var spurður hvort þessi sigur hafi ekki verið frábær afmælisgjöf? „Jú að sjálfsögðu, bara frábært að sigra. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra á afmælisdaginn, hann er nógu góður fyrir.” Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Þór sigrar Grindavík á Akureyri en Bjarki segir Grindvíkinga vera nokkuð sveiflukennt lið en hrósaði leikmönnum sínum í hástert. „Grindavíkurliðið er mjög sveiflukennt, þeir töpuðu fyrir Vestra úti og núna fyrir okkur, þessum liðum í botnsætunum en geta svo unnið Þór Þorlákshöfn og Keflavík og öll þessi bestu lið. Þeir eru bara með hörku lið og ég veit ekki hvort það megi skrifa þetta eitthvað á vanmat hjá þeim en það sem mér fannst skipta máli fyrir okkur að við spiliðum vel í 40 mínútur, við höfum átt góða hálfleika, góða þrjá leikhluta en svo hefur dottið botninn algjörlega úr þessu og við tapað kannski með 20 stigum sem má ekki gerast og ég vil bara þakka fyrir framfarir hjá mínum leikmönnum; Kolbeinn Fannar, Dúi Þór og Ragnar stórkostlegir og þeir eru bara að eflast með hverjum leiknum og fá stærri og stærri hlutverk. Óli og Baldur með frábærar mínútur líka í þeirra hlutverkum og að sjálfsögðu munar um að fá svona gott framlag frá útlendingunum eins og í kvöld.” Dúi Þór var með 20 stig í kvöld og Reggie Keely 22 stig og voru þeir báðir að spila frábærlega og Bjarki var virkilega ánægður með frammistöðu þeirra í kvöld. „Þetta eru svona okkar menn sem búa mest til og við þurfum að styðjast mikið við þá og Reggie, sem hefur nú fengið mikla gagnrýni á sig, svaraði því aldeilis í kvöld. Hann er hörkuleikmaður og við búumst við miklu af honum og það er bara frábært að sjá hvernig hann stóð sig hérna í kvöld og Eric að svínhitta í byrjun leiks og Bouna sem var varla búinn að skora körfu fyrir fjórða leikhluta fór aldeilis í gang á mikilvægum tíma og bara frábært.” Mikill vilji var í Þórsliðinu í kvöld sem sést m.a. á því að bæði lið enda með 39 fráköst en Þórsarar hafa verið virkilega slakir í fráköstum hingað til og Bjarki heldur betur látið í sér heyra oft á hliðarlínunni þar sem hann vill fá fleiri fráköst frá sínum leikmönnum. „Þannig vil ég að mín lið spili, spili eins og ég var, svolítið trylltur, skutla sér á eftir og öskrandi og takandi fráköst. Það svíður auðvitað rosalega mikið hvað við höfum verið mikið undir í frákastabarátturinni í vetur og Grindavík með eitt besta frákastaliðið í deildinni og ég lagði gríðarlega áherslu á að við myndum frákasta. Við héldum þeim í þremur sóknarfráköstum í fyrri hálfeik og bara að taka eitt frákast af öðrum út úr leiknum. Frákastið frá Dúa hérna í lokin það bara vinnur fyrir okkur leikinn.” Þór spilar frestaðan leik við Tindastól á heimavelli á mánudaginn sem átti að fara fram á milli jóla og nýárs en covid-smit í herbúðum Tindastóls kom í veg fyrir það. Bjarki vonar að lið sitt komi fullt sjálfstrausts inn í þann leik eftir fyrsta sigurleikinn. „Er ekki sagt að fyrsti sigurinn sé sá erfiðasti? Við erum líka svolítið á eftir í undirbúningi, við erum búnir að missa menn gríðarlega mikið í meiðsli og Reggie að koma svona nýr inn í liðið sem stór hluti af okkar liði en ég hlakka bara til á mánudaginn og við förum í þann leik til að vinna eins og alla aðra”, sagði Bjarki að lokum. Subway-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið 82-80: Þór Ak. - Grindavík | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Þór Ak. vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið hafði betur 82-80 gegn Grindavík fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 6. janúar 2022 20:41 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur en Þórsarar voru fljótir að ná þeim og var leikurinn hnífjafn allan tímann og fór svo að Þórsarar höfðu að lokum tveggja stiga sigur eftir dramatískar lokamínútur. Bjarki á afmæli í dag og var spurður hvort þessi sigur hafi ekki verið frábær afmælisgjöf? „Jú að sjálfsögðu, bara frábært að sigra. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra á afmælisdaginn, hann er nógu góður fyrir.” Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Þór sigrar Grindavík á Akureyri en Bjarki segir Grindvíkinga vera nokkuð sveiflukennt lið en hrósaði leikmönnum sínum í hástert. „Grindavíkurliðið er mjög sveiflukennt, þeir töpuðu fyrir Vestra úti og núna fyrir okkur, þessum liðum í botnsætunum en geta svo unnið Þór Þorlákshöfn og Keflavík og öll þessi bestu lið. Þeir eru bara með hörku lið og ég veit ekki hvort það megi skrifa þetta eitthvað á vanmat hjá þeim en það sem mér fannst skipta máli fyrir okkur að við spiliðum vel í 40 mínútur, við höfum átt góða hálfleika, góða þrjá leikhluta en svo hefur dottið botninn algjörlega úr þessu og við tapað kannski með 20 stigum sem má ekki gerast og ég vil bara þakka fyrir framfarir hjá mínum leikmönnum; Kolbeinn Fannar, Dúi Þór og Ragnar stórkostlegir og þeir eru bara að eflast með hverjum leiknum og fá stærri og stærri hlutverk. Óli og Baldur með frábærar mínútur líka í þeirra hlutverkum og að sjálfsögðu munar um að fá svona gott framlag frá útlendingunum eins og í kvöld.” Dúi Þór var með 20 stig í kvöld og Reggie Keely 22 stig og voru þeir báðir að spila frábærlega og Bjarki var virkilega ánægður með frammistöðu þeirra í kvöld. „Þetta eru svona okkar menn sem búa mest til og við þurfum að styðjast mikið við þá og Reggie, sem hefur nú fengið mikla gagnrýni á sig, svaraði því aldeilis í kvöld. Hann er hörkuleikmaður og við búumst við miklu af honum og það er bara frábært að sjá hvernig hann stóð sig hérna í kvöld og Eric að svínhitta í byrjun leiks og Bouna sem var varla búinn að skora körfu fyrir fjórða leikhluta fór aldeilis í gang á mikilvægum tíma og bara frábært.” Mikill vilji var í Þórsliðinu í kvöld sem sést m.a. á því að bæði lið enda með 39 fráköst en Þórsarar hafa verið virkilega slakir í fráköstum hingað til og Bjarki heldur betur látið í sér heyra oft á hliðarlínunni þar sem hann vill fá fleiri fráköst frá sínum leikmönnum. „Þannig vil ég að mín lið spili, spili eins og ég var, svolítið trylltur, skutla sér á eftir og öskrandi og takandi fráköst. Það svíður auðvitað rosalega mikið hvað við höfum verið mikið undir í frákastabarátturinni í vetur og Grindavík með eitt besta frákastaliðið í deildinni og ég lagði gríðarlega áherslu á að við myndum frákasta. Við héldum þeim í þremur sóknarfráköstum í fyrri hálfeik og bara að taka eitt frákast af öðrum út úr leiknum. Frákastið frá Dúa hérna í lokin það bara vinnur fyrir okkur leikinn.” Þór spilar frestaðan leik við Tindastól á heimavelli á mánudaginn sem átti að fara fram á milli jóla og nýárs en covid-smit í herbúðum Tindastóls kom í veg fyrir það. Bjarki vonar að lið sitt komi fullt sjálfstrausts inn í þann leik eftir fyrsta sigurleikinn. „Er ekki sagt að fyrsti sigurinn sé sá erfiðasti? Við erum líka svolítið á eftir í undirbúningi, við erum búnir að missa menn gríðarlega mikið í meiðsli og Reggie að koma svona nýr inn í liðið sem stór hluti af okkar liði en ég hlakka bara til á mánudaginn og við förum í þann leik til að vinna eins og alla aðra”, sagði Bjarki að lokum.
Subway-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið 82-80: Þór Ak. - Grindavík | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Þór Ak. vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið hafði betur 82-80 gegn Grindavík fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 6. janúar 2022 20:41 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Leik lokið 82-80: Þór Ak. - Grindavík | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Þór Ak. vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið hafði betur 82-80 gegn Grindavík fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 6. janúar 2022 20:41