Gerrard gæti endurnýjað kynnin við gamlan liðsfélaga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 17:31 Steven Gerrard og Philippe Coutinho léku saman með Liverpool í tvö og hálft ár á sínum tíma. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Philippe Coutinho hjá Barcelona hefur verið í umræðunni síðustu daga og leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis félög á Englandi. Þar á meðal er Aston Villa, en Coutinho lék með stjóra liðsins, Steven Gerrard, hjá Liverpool á sínum tíma. Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey. Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey.
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira