Alríkislögreglan líklega búin að ráða stóra ráðgátu innan bókmenntaheimsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 08:12 Margaret Atwood, höfundur Tha Handmaid's Tale, var meðal fórnarlamba svikahrappsins. epa/Facundo Arrizabalaga Það kann að vera að ráðgáta sem hefur plagað bókmenntaheiminn í nokkur ár sé loks leyst en bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa gabbað umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til að senda sér handrit að óútgefnum bókum. Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá. Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá.
Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira