Áhugi frá mörgum liðum og löndum en leist best á Häcken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 10:00 Agla María Albertsdóttir kom með beinum hætti að 26 mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist hafa haft úr mörgum möguleikum að velja en litist best á Häcken í Svíþjóð. Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk. Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk.
Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira