Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:46 Breytingin nær aðeins til Oregon. Getty Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira