Í sögubækurnar með ótrúlegum leik en uppskeran engin Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 07:30 Trae Young átti stórkostlegan leik í nótt en það dugði skammt. AP/Craig Mitchelldyer Þó að Atlanta Hawks hafi orðið að sætta sig við tap, 136-131, gegn Portland Trail Blazers má segja að Trae Young hafi stolið senunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með stórkostlegum sóknarleik. Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum