Alan Soutar kom til baka og sló hinn blíða úr leik | De Sousa bjargaði sér fyrir horn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 17:21 Alan Soutar mætir José de Sousa í 32-manna úrslitum. Luke Walker/Getty Images Skotinn Alan Soutar snéri taflinu við og vann 3-2 sigur gegn Mensur „The Gentle“ Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez Pílukast Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Pílukast Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira