Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 09:31 Kári Árnason fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Víkingsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira