Clattenburg: Andy Robertson er heppinn að geta gengið eftir tæklingu Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 08:01 Paul Tierney gaf Andrew Robertson rautt spjald í seinni hálfleik en hefði líka átt að lyfta því rauða á Harry Kane í þeim fyrri. AP/Frank Augstein Fyrrum toppdómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi dómgæsluna í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi og þá sérstaklega það að enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hafi fengið að halda áfram leik eftir sólatæklingu sína á bakvörð Liverpool Andy Robertson. Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR. Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR.
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira