Endurkoma Söru Sigmunds byrjaði í snjóbrekku í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 10:00 Sara Sigmundsdóttir ræðir við Sam Briggs á fundinum fyrir keppni en Briggs hefur tekið forystuna á mótinu. Instagram/@dxbfitnesschamp Sara Sigmundsdóttir er í ellefta sæti og ekki efsti íslensku stelpnanna eftir fyrsta daginn á Dubai CrossFit Championship sem hófst í morgun í snjóhöllinni í Dúbaí. Sara er að keppa á sínu fyrsta móti eftir krossbandsslit en hún fór í aðgerðina fyrir aðeins átta mánuðum. Fyrstu greinarnar á mótinu innihéldu hlaup upp og niður snjóbrekku þar af önnur með þyngingarvesti en hin á milli þess að keppendur tóku á því í skíðavélum. Sara endaði í sjöunda sæti í fyrstu greininni og svo í fjórtánda sæti í grein tvö þar sem var sprettur upp og niður skíðabrekkuna með þyngingarvestið. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku stelpnanna en hún situr í áttunda sæti og er með átta fleiri stig en Sara. Þuríður Erla varð í tíunda sæti í fyrstu grein en í sjöunda sæti í grein tvö. Oddný Eik Gylfadóttir er í fimmtánda sætinu eftir þennan fyrsta dag. Reynsluboltinn Samantha Briggs byrjaði mótið mjög vel en hún er í forystunni með fimm stigum meira en þær Kristin Holte frá Noregi og Laura Horvath frá Ungverjalandi sem eru jafnar í öðru sæti. Briggs vann fyrstu grein og varð fjórða í grein tvö en Holte vann grein tvö og varð fimmta í fyrstu grein. Horvath varð önnur í grein tvö en í fjórða sætinu í fyrstu greininni. Þuríður Erla er 45 stigum frá efsta sætinu en Sara er 53 stigum á eftir Samönthu Briggs. Næstu greinar fara fram á morgun en þá verða keppendur komnar í hefðbundnari aðstæður á Dubaí tennisleikvanginum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Sara er að keppa á sínu fyrsta móti eftir krossbandsslit en hún fór í aðgerðina fyrir aðeins átta mánuðum. Fyrstu greinarnar á mótinu innihéldu hlaup upp og niður snjóbrekku þar af önnur með þyngingarvesti en hin á milli þess að keppendur tóku á því í skíðavélum. Sara endaði í sjöunda sæti í fyrstu greininni og svo í fjórtánda sæti í grein tvö þar sem var sprettur upp og niður skíðabrekkuna með þyngingarvestið. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku stelpnanna en hún situr í áttunda sæti og er með átta fleiri stig en Sara. Þuríður Erla varð í tíunda sæti í fyrstu grein en í sjöunda sæti í grein tvö. Oddný Eik Gylfadóttir er í fimmtánda sætinu eftir þennan fyrsta dag. Reynsluboltinn Samantha Briggs byrjaði mótið mjög vel en hún er í forystunni með fimm stigum meira en þær Kristin Holte frá Noregi og Laura Horvath frá Ungverjalandi sem eru jafnar í öðru sæti. Briggs vann fyrstu grein og varð fjórða í grein tvö en Holte vann grein tvö og varð fimmta í fyrstu grein. Horvath varð önnur í grein tvö en í fjórða sætinu í fyrstu greininni. Þuríður Erla er 45 stigum frá efsta sætinu en Sara er 53 stigum á eftir Samönthu Briggs. Næstu greinar fara fram á morgun en þá verða keppendur komnar í hefðbundnari aðstæður á Dubaí tennisleikvanginum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira