Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun: „Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. desember 2021 22:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti fer af stað á morgun. Luke Walker/Getty Images Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun, en eins og síðustu ár verður keppt í Ally Pally í London og úrslitin ráðast þann 3. janúar á næsta ári. Páll Sævar Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur landsins, segir að búast megi við afar spennandi baráttu um heimsmeistaratitilinn. „Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pílukast Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pílukast Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn