Brutu óskrifaða reglu NFL-deildarinnar og var í kjölfarið pakkað saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2021 23:01 Leikmenn Las Vegas Raiders fengu að kynnast því hvar Davíð keypti ölið í gær. David Eulitt/Getty Images Kansas City Chiefs kjöldró Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í gærkvöld. Lokatölur á Arrowead-vellinum í Kansas 48-9 heimamönnum í vil sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur. Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira