„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Atli Arason skrifar 10. desember 2021 23:06 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. „Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
„Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn