Martin og félagar töpuðu með minnsta mun | Tryggvi og félagar steinlágu gegn toppliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 23:00 Martin Hermannsson og félagar hans í Zaragoza þurftu að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld. Borja B. Hojas/Getty Images for Hereda San Pablo Burgos Þeir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason voru báðir í eldlínunni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Tryggvi og félagar í Zaragoza þurftu að sætta sig við 21 stigs tap gegn toppliði Real Madrid og Martin og félagar í Valencia töpuðu óvænt með einu stigi gegn Fuenlabrada. Heimamenn í Fuenlabrada byrjuðu af miklum krafti gegn Martin og félögum og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Gestirnir náðu sér þó á strik og að fyrsta leikhluta loknum var munurinn kominn niður í þrjú stig, 22-19. Heimamenn náðu aftur góðu áhlaupi um miðjan annan leikhluta og náðu aftur 11 stga forskoti, en staðan var 48-41 þegar gengið var til búningsherbergja. Mikið jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta, og fjórði og seinasti leikhlutinn bauð upp á mikla spennu. Martin og félagar jöfnuðu metin í stöðunni 84-84, og komust yfir undir lok leiks í stöðunni 86-87. Það voru þó heimamenn sem skoruðu seinustu körfu leiksins og unnu eins stigs sigur, 88-87. Valencia situr í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 12 leiki, átta stigum meira en Fuenlabrada sem situr í 15. sæti. 🧔 Chicos📰 La crónica🏆 J12 #LigaEndesa@BFuenlabrada 88🆚 @valenciabasket 87🤝 @Pinturas_IsavalCas 👉 La racha taronja termina en Fuenlabradahttps://t.co/WY5djC0TXKVal 👉 https://t.co/tGIzqSCCuTEng 👉 https://t.co/HMumvSanPv📷 ACB Photo / A. Pacheco#EActíVate pic.twitter.com/mnFEQUpdQg— Valencia Basket Club (@valenciabasket) December 4, 2021 Heldur minni spenna var í leik Zaragoza og Real Madrid, en Tryggvi og félagar fóru þó inn í hálfleikinn með eins stigs forystu, 36-35. Gestirnir frá Madrid tóku svo yfir í seinni hálfleik og unnu að lokum 21 stigs sigur, 65-86. Real Madrid er á toppi deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki, 14 stigum meira en Zaragoza sem situr í 13. sæti. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Spænski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Heimamenn í Fuenlabrada byrjuðu af miklum krafti gegn Martin og félögum og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Gestirnir náðu sér þó á strik og að fyrsta leikhluta loknum var munurinn kominn niður í þrjú stig, 22-19. Heimamenn náðu aftur góðu áhlaupi um miðjan annan leikhluta og náðu aftur 11 stga forskoti, en staðan var 48-41 þegar gengið var til búningsherbergja. Mikið jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta, og fjórði og seinasti leikhlutinn bauð upp á mikla spennu. Martin og félagar jöfnuðu metin í stöðunni 84-84, og komust yfir undir lok leiks í stöðunni 86-87. Það voru þó heimamenn sem skoruðu seinustu körfu leiksins og unnu eins stigs sigur, 88-87. Valencia situr í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 12 leiki, átta stigum meira en Fuenlabrada sem situr í 15. sæti. 🧔 Chicos📰 La crónica🏆 J12 #LigaEndesa@BFuenlabrada 88🆚 @valenciabasket 87🤝 @Pinturas_IsavalCas 👉 La racha taronja termina en Fuenlabradahttps://t.co/WY5djC0TXKVal 👉 https://t.co/tGIzqSCCuTEng 👉 https://t.co/HMumvSanPv📷 ACB Photo / A. Pacheco#EActíVate pic.twitter.com/mnFEQUpdQg— Valencia Basket Club (@valenciabasket) December 4, 2021 Heldur minni spenna var í leik Zaragoza og Real Madrid, en Tryggvi og félagar fóru þó inn í hálfleikinn með eins stigs forystu, 36-35. Gestirnir frá Madrid tóku svo yfir í seinni hálfleik og unnu að lokum 21 stigs sigur, 65-86. Real Madrid er á toppi deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki, 14 stigum meira en Zaragoza sem situr í 13. sæti. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn