Storkar fimleikalögmálunum með súperstökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 10:01 Kolbrún Þöll Þorradóttir í kunnuglegri stöðu. stefán þór friðriksson Kolbrún Þöll Þorradóttir hefur verið dugleg að storka fimleikalögmálunum og reyna stökk sem ekki hafa verið reynd áður. Meðal þeirra er sannkallað súperstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Kolbrún er sú eina sem hefur framkvæmt þetta stökk á Evrópumóti í hópfimleikum en hún gerði það á EM 2016 í Maribor í Slóveníu. „Ég framkvæmdi þetta fyrst í keppni 2016, fyrst á Íslandsmóti unglinga og svo á Evrópumótinu. Það gekk ekki alveg þá,“ sagði Kolbrún en lendingin eftir súperstökkið á EM 2016 var ekki alveg upp á tíu. Myndband af súperstökkinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kolbrún vonast til að geta framkvæmt súperstökkið í úrslitunum á EM í Guiamaeres í Portúgal í dag. „Ég hef átt mjög gott undirbúningstímabil, er tilbúinn og fannst ég framkvæma þetta mjög vel í gær,“ sagði Kolbrún og vísaði til undanúrslitanna í fyrradag þar sem Ísland varð í 2. sæti á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Kolbrún fagnar vel heppnuðu stökki.stefán þór friðriksson Áhættan í fimleikum er mikil enda hættan á meiðslum talsverð þegar gríðarlega erfið og flókin stökk eru framkvæmd. „Maður er alltaf með þetta smá á bak við eyrað. Ég held að enginn fari á stórmót með líkamann í hundrað prósent lagi. Það er alltaf áhætta þegar maður lendir á þessum lendingardýnum að ökklar eða hné gefi sig. En við höfum æft mjög vel og erum meðvitaðar um stökkin okkar,“ sagði Kolbrún að lokum. Keppni í kvennaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 14:50 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
Kolbrún er sú eina sem hefur framkvæmt þetta stökk á Evrópumóti í hópfimleikum en hún gerði það á EM 2016 í Maribor í Slóveníu. „Ég framkvæmdi þetta fyrst í keppni 2016, fyrst á Íslandsmóti unglinga og svo á Evrópumótinu. Það gekk ekki alveg þá,“ sagði Kolbrún en lendingin eftir súperstökkið á EM 2016 var ekki alveg upp á tíu. Myndband af súperstökkinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kolbrún vonast til að geta framkvæmt súperstökkið í úrslitunum á EM í Guiamaeres í Portúgal í dag. „Ég hef átt mjög gott undirbúningstímabil, er tilbúinn og fannst ég framkvæma þetta mjög vel í gær,“ sagði Kolbrún og vísaði til undanúrslitanna í fyrradag þar sem Ísland varð í 2. sæti á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Kolbrún fagnar vel heppnuðu stökki.stefán þór friðriksson Áhættan í fimleikum er mikil enda hættan á meiðslum talsverð þegar gríðarlega erfið og flókin stökk eru framkvæmd. „Maður er alltaf með þetta smá á bak við eyrað. Ég held að enginn fari á stórmót með líkamann í hundrað prósent lagi. Það er alltaf áhætta þegar maður lendir á þessum lendingardýnum að ökklar eða hné gefi sig. En við höfum æft mjög vel og erum meðvitaðar um stökkin okkar,“ sagði Kolbrún að lokum. Keppni í kvennaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 14:50 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira