Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 07:30 Memphis Grizzlies leikmaðurinn Tyus Jones horfir upp á stigatöfluna í þessum ótrúlega leik í nótt. AP/Brandon Dill Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt. Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114 NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum