Spáir því að Newcastle eyði allt að þrjú hundruð milljónum punda í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 16:00 Callum Wilson fagnar marki sínu fyrir Newcastle United á móti Norwich City á St James' Park í vikunni. AP/Mike Egerton Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, er viss um að eigendur Newcastle séu reiðubúnir að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í byrjun næsta mánaðar. Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira