Liverpool með brasilískan heimsmeistara í þjálfarateyminu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:31 Frægasta myndin af Taffarel sem fagnar hér eftir að Ítalinn Roberto Baggio klikkaði á víti í vítakeppni úrslitaleik HM 1994 en með því tryggðu Brasilíumenn sér heimsmeistaratitilinn. Getty/Shaun Botterill Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur bætti við brasilískri goðsögn inn í þjálfarateymi sitt. Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson. Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson.
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira