Guardiola: Jack Grealish hefur spilað betur en hann heldur sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 13:00 Jack Grealish í leik með Manchester City í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Manchester City eyddi metpening í enska landsliðsmanninn Jack Grealish í haust og hefur ekki alveg skilað tölum í takt við kaupverðið. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er samt ánægðari með hann en sumir myndu búast við. Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira