Bein útsending: Málþing um ofbeldi og morð á konum í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:30 Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Amnesty Íslandsdeild Amnesty International stendur að málþingi um stöðu kvenna í Mexíkó í dag milli klukkan 12 og 13. Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni. Mexíkó Mannréttindi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni.
Mexíkó Mannréttindi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira