„Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 10:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar hér marki sínu á móti Tékklandi á Laugardalsvellinum í haust. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. Viðtalið við Dagnýju snýst mikið um endurkomu hennar eftir barneignarfrí en hún eignaðist strákinn sinn í júní 2018. Dagný hefur síðan verið sterk fyrirmynd fyrir knattspyrnukonur sem vilja eignast barn en halda síðan áfram sínu striki á knattspyrnuferlinum. "I remember one coach in Iceland saying to me, 'I won t let you play because your name is Dagny', as if I would be a worse player just because I had a baby. I just smiled at him and said, 'Just wait and see'." Dagny Brynjarsdottir interview https://t.co/Yxl2BLB81Y pic.twitter.com/s874dI5LL6— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) November 28, 2021 Dagný varð ólétt í miðri undankeppni HM 2019. „Þetta var erfitt fyrir mig. Óléttan mín var ekki plönuð og ég var ósátt þegar ég komst að þessu,“ viðurkennir Dagný. „Ég áttaði mig þó fljótt á því að þetta var blessun. Það eina sem ég hugsaði um þegar ég var ófrísk var hvernig ég ætlaði að koma mér aftur inn á knattspyrnuvöllinn. Þegar ég fékk strákinn í fangið þá hugsaði ég samt: Ég veit ekki hvort ég get farið aftur í boltann því ég vil eyða öllum mögulegum mínútum með honum,“ sagði Dagný. „En ég hafði sett mér markmið þegar ég var ófrísk og ég vildi náð þeim. Þetta var erfitt því líkaminn þinn byrjar á núllinu. Það skiptir engu máli hvað þú hefur lagt mikið á þig á meðgöngunni,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Hugarfarslega var ég sami leikmaður en líkaminn minn var ekki samvinnuþýður. Það var erfitt fyrir mig að vera þolinmóð, leggja mikið á mig, gera allt rétt og trúa því að ég yrði einhvern daginn sami leikmaður og ég var,“ sagði Dagný. „Þegar sonur minn var lítill þá æfði ég bara þegar hann svaf. Ég vildi aldrei fara frá honum. Ég fór til Portland þegar hann var átta mánaða. Þá fór ég að vera frá honum í lengri tíma. Mér finnst það enn erfitt þegar ég er í burtu með landsliðinu og reyni því að taka hann með mér ef ég get,“ sagði Dagný. Dagný rifjaði líka upp það sem þjálfari á Íslandi sagði við hana þegar hún var að vinna sig til baka. „Ég man eftir því hvað einn íslenskur þjálfari sagði við mig: Ég leyfi þér ekki að spila bara af því að nafnið þitt er Dagný, rifjaði Dagný upp og hélt áfram: „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn. Ég brosti bara til hans og sagði: Bíddu bara og sjáðu,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Þetta var ekki auðvelt. Þú veist að þú ert ekki sami leikmaður og áður - ennþá. Þú heyrir líka allar þessar raddir í kringum þig að þú getir þetta ekki. Stundum efaðist ég um sjálfa mig og hugsaði: Kannski hafa þau rétt fyrir sér, sagði Dagný. „Á sama tíma var ég staðráðin í að sýna þeim. Ég get samið við eitt af stóru liðunum þótt að ég sé orðin mamma. Það er líka gott að geta sýnt öðrum konum að þetta sé hægt. Ef þú hefur góðan stuðning í kringum þig og félagið stendur á bak við þig, þá er þetta möguleiki. Það er líka mikilvægt að það séu til félög sem eru tilbúin að hafa hjá sér mömmur og fjölskyldur,“ sagði Dagný. Dagný verður væntanlega í eldlínunni annað kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í síðasta leik sínum á þessu ári en hann er í undankeppni HM 2023. Það má finna allt viðtalið hér. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjá meira
Viðtalið við Dagnýju snýst mikið um endurkomu hennar eftir barneignarfrí en hún eignaðist strákinn sinn í júní 2018. Dagný hefur síðan verið sterk fyrirmynd fyrir knattspyrnukonur sem vilja eignast barn en halda síðan áfram sínu striki á knattspyrnuferlinum. "I remember one coach in Iceland saying to me, 'I won t let you play because your name is Dagny', as if I would be a worse player just because I had a baby. I just smiled at him and said, 'Just wait and see'." Dagny Brynjarsdottir interview https://t.co/Yxl2BLB81Y pic.twitter.com/s874dI5LL6— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) November 28, 2021 Dagný varð ólétt í miðri undankeppni HM 2019. „Þetta var erfitt fyrir mig. Óléttan mín var ekki plönuð og ég var ósátt þegar ég komst að þessu,“ viðurkennir Dagný. „Ég áttaði mig þó fljótt á því að þetta var blessun. Það eina sem ég hugsaði um þegar ég var ófrísk var hvernig ég ætlaði að koma mér aftur inn á knattspyrnuvöllinn. Þegar ég fékk strákinn í fangið þá hugsaði ég samt: Ég veit ekki hvort ég get farið aftur í boltann því ég vil eyða öllum mögulegum mínútum með honum,“ sagði Dagný. „En ég hafði sett mér markmið þegar ég var ófrísk og ég vildi náð þeim. Þetta var erfitt því líkaminn þinn byrjar á núllinu. Það skiptir engu máli hvað þú hefur lagt mikið á þig á meðgöngunni,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Hugarfarslega var ég sami leikmaður en líkaminn minn var ekki samvinnuþýður. Það var erfitt fyrir mig að vera þolinmóð, leggja mikið á mig, gera allt rétt og trúa því að ég yrði einhvern daginn sami leikmaður og ég var,“ sagði Dagný. „Þegar sonur minn var lítill þá æfði ég bara þegar hann svaf. Ég vildi aldrei fara frá honum. Ég fór til Portland þegar hann var átta mánaða. Þá fór ég að vera frá honum í lengri tíma. Mér finnst það enn erfitt þegar ég er í burtu með landsliðinu og reyni því að taka hann með mér ef ég get,“ sagði Dagný. Dagný rifjaði líka upp það sem þjálfari á Íslandi sagði við hana þegar hún var að vinna sig til baka. „Ég man eftir því hvað einn íslenskur þjálfari sagði við mig: Ég leyfi þér ekki að spila bara af því að nafnið þitt er Dagný, rifjaði Dagný upp og hélt áfram: „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn. Ég brosti bara til hans og sagði: Bíddu bara og sjáðu,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) „Þetta var ekki auðvelt. Þú veist að þú ert ekki sami leikmaður og áður - ennþá. Þú heyrir líka allar þessar raddir í kringum þig að þú getir þetta ekki. Stundum efaðist ég um sjálfa mig og hugsaði: Kannski hafa þau rétt fyrir sér, sagði Dagný. „Á sama tíma var ég staðráðin í að sýna þeim. Ég get samið við eitt af stóru liðunum þótt að ég sé orðin mamma. Það er líka gott að geta sýnt öðrum konum að þetta sé hægt. Ef þú hefur góðan stuðning í kringum þig og félagið stendur á bak við þig, þá er þetta möguleiki. Það er líka mikilvægt að það séu til félög sem eru tilbúin að hafa hjá sér mömmur og fjölskyldur,“ sagði Dagný. Dagný verður væntanlega í eldlínunni annað kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í síðasta leik sínum á þessu ári en hann er í undankeppni HM 2023. Það má finna allt viðtalið hér.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjá meira