Skallaði andstæðing og ógnaði dómara Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 07:30 Lið Stál-úlfs er í 6. sæti í 2. deildinni. Facebook/@stalulfur Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði. Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79. Körfubolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79.
Körfubolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira