Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:54 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði. „Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
„Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06