„Þetta var stórt kvöld fyrir hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 16:30 Jadon Sancho fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Domenech Castello Jadon Sancho komst loksins á blað með liði Manchester United í gærkvöld og fékk hrós úr mörgum áttum eftir leikinn. Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira