Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 12:31 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær í leik Manchester United á móti Everton á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið. Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira