„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá Val og er einn af Foringjunum sem Henry Birgir Gunnarsson ræðir við í samnefndum sjónvarpsþáttum. Skjáskot/Stöð 2 Sport Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira