Krefjast svara um Peng Shuai Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 19:21 Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu. Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað. Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað.
Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30
Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31
Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00