Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2021 22:46 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fylgdist með sigri sinna manna úr stúkunni í kvöld. Vísir/Bára Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld. „Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
„Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04