Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 20:16 Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ábyrgan fyrir flóttamannavandanum að landamærum Hvíta-Rússlands að Evrópusambandsríkjum. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira