Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 15:00 Naomi Osaka er ein stærsta íþróttastjarna heims. getty/TPN Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik. Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik.
Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira