Vilja þreifa á sýndarheimum framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2021 22:00 Frumgerð af hanska Reality labs. Með tæki sem þessu eiga netverjar að geta snert stafræna hluti í sýndarveruleika og jafnvel tekið í hendur hvors annars á netinu. Reality labs Síðastliðin sjö ár hafa starfsmenn Reality Labs, dótturfyrirtækis Meta (áður Facebook), unnið að því að svara þeirri spurningu hvernig fólk á að skynja sýndarheima framtíðarinnar. Hvernig fólk eigi að snerta stafræna hluti og jafnvel annað fólk. Með það í huga hafa áðurnefndir starfsmenn þróað hanska sem gera á fólki kleift að finna fyrir því þegar það snertir hluti í sýndar- og viðbótarveruleika. Tækniþróun þessi er ekki langt á veg komin en í tilkynningu frá Meta segir að hanskinn sé mjög efnilegur. Á undanförnum árum hafi teymið þróað framúrskarandi leiðir og lausnir til að halda vinnunni áfram. Forsvarsmenn Facebook breyttu nafni fyrirtækisins í Meta að hluta til vegna aukinn áherslu þeirra á eitthvað sem kallað er „metaverse“ og hefur verið líkt við næstu kynslóð internetsins. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst „metaverse“ sem sýndarveruleikaumhverfi sem notendur geti farið inn í, í stað þess að horfa á það á skjá. Þar sem fólk getur „hist“ og leikið sér eða unnið með sýndarveruleikagleraugum, viðbótarveruleikagleraugum, snjallsímum eða öðrum tækjum. Meta hefur lagt mikla áherslu á þróun sýndarveruleikatækni sem hófst árið 2014 þegar Meta keypti sýndarveruleikafyrirtækið Oculus. Hanskarnir sem opinberaðir voru í dag myndu falla eins og flís við rass inn í þessa sviðsmynd sem Zuckerberg hefur lýst. Meta birti í dag myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að virka. Þessir hanskar þyrftu að notast við mikinn fjölda smárra mótora, sem hreyfast í takt við það sem gerist í sýndarheimum. Til að draga úr hitamyndun datt verkfræðingum Reality Labs í hug að þróa nýja gerð mjúkra mótora sem geti breytt um lögun í takt við hvað verið er að gera með hanskanum. Meta segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikill árangur náðst í þeirri þróun sem byggi meðal annars á agnarsmáum loftdælum og flögum sem stýri loftþrýstingi. Áhugasamir geta séð frekari og tæknilegri upplýsingar um hanskana hér á vef Meta. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að nota loftdælur. Tækni Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Með það í huga hafa áðurnefndir starfsmenn þróað hanska sem gera á fólki kleift að finna fyrir því þegar það snertir hluti í sýndar- og viðbótarveruleika. Tækniþróun þessi er ekki langt á veg komin en í tilkynningu frá Meta segir að hanskinn sé mjög efnilegur. Á undanförnum árum hafi teymið þróað framúrskarandi leiðir og lausnir til að halda vinnunni áfram. Forsvarsmenn Facebook breyttu nafni fyrirtækisins í Meta að hluta til vegna aukinn áherslu þeirra á eitthvað sem kallað er „metaverse“ og hefur verið líkt við næstu kynslóð internetsins. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst „metaverse“ sem sýndarveruleikaumhverfi sem notendur geti farið inn í, í stað þess að horfa á það á skjá. Þar sem fólk getur „hist“ og leikið sér eða unnið með sýndarveruleikagleraugum, viðbótarveruleikagleraugum, snjallsímum eða öðrum tækjum. Meta hefur lagt mikla áherslu á þróun sýndarveruleikatækni sem hófst árið 2014 þegar Meta keypti sýndarveruleikafyrirtækið Oculus. Hanskarnir sem opinberaðir voru í dag myndu falla eins og flís við rass inn í þessa sviðsmynd sem Zuckerberg hefur lýst. Meta birti í dag myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að virka. Þessir hanskar þyrftu að notast við mikinn fjölda smárra mótora, sem hreyfast í takt við það sem gerist í sýndarheimum. Til að draga úr hitamyndun datt verkfræðingum Reality Labs í hug að þróa nýja gerð mjúkra mótora sem geti breytt um lögun í takt við hvað verið er að gera með hanskanum. Meta segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikill árangur náðst í þeirri þróun sem byggi meðal annars á agnarsmáum loftdælum og flögum sem stýri loftþrýstingi. Áhugasamir geta séð frekari og tæknilegri upplýsingar um hanskana hér á vef Meta. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að nota loftdælur.
Tækni Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira