Spá mestu verðbólgu í níu ár Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 10:55 Áfram hafa hækkanir á húsnæðismarkaði mikil áhrif á þróun verðbólgu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Spáir hagfræðideildin því jafnframt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember. Helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í mánuðinum eru taldir vera reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þrír liðir vega til hækkunar verðlags. Greint var frá því í gær að Greining Íslandsbanka spái því að ársverðbólga muni mælast 5,1% í nóvember. Telur bankinn að stýrivextir Seðlabankans verði líklega hækkaðir um 0,25 prósentur þann 17. nóvember næstkomandi og fari í 1,75%. Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desember, lækki um 0,2% í janúar og hækki síðan aftur um 0,7% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 5% í febrúar en verðbólga án húsnæðis 3%. Til samanburðar gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að veðbólga mælist 5,2% í febrúar. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist 3,0% í október en sló hæst í 4,7% í janúar. Ný könnun Seðlabankans bendir til að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þá komi hún til með að hjaðna á næsta ári og verða að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Spáir hagfræðideildin því jafnframt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember. Helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í mánuðinum eru taldir vera reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þrír liðir vega til hækkunar verðlags. Greint var frá því í gær að Greining Íslandsbanka spái því að ársverðbólga muni mælast 5,1% í nóvember. Telur bankinn að stýrivextir Seðlabankans verði líklega hækkaðir um 0,25 prósentur þann 17. nóvember næstkomandi og fari í 1,75%. Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desember, lækki um 0,2% í janúar og hækki síðan aftur um 0,7% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 5% í febrúar en verðbólga án húsnæðis 3%. Til samanburðar gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að veðbólga mælist 5,2% í febrúar. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist 3,0% í október en sló hæst í 4,7% í janúar. Ný könnun Seðlabankans bendir til að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þá komi hún til með að hjaðna á næsta ári og verða að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00